Nú um helgina var samþykkt af stjórn AFS á Íslandi tillaga um að sleppa öllum kjötvörum í framreiðslu matar á vegum samtakanna. Þetta er skref í átt að því að gera samtökin umhverfisvænni. 

Frá og með 16. ágúst 2019 verða því einungis bornir fram grænmetisréttir á námskeiðum og fundum sem skipulagðir eru af samtökunum. 

Árlega halda samtökin fjölda námskeiða fyrir skiptinema íslenska sem erlenda, fjölskyldur og sjálfboðaliða. Fjöldi þátttakenda á námskeiðum er oft yfir 100 manns og því eru máltíðirnar margar. 

Með þessu vill AFS leggja sitt á vogarskálarnar gegn umhverfis- og loftslagsvá heimsins. 

Við vonum að þetta verði fordæmisgefandi fyrir önnur mennta- og félagasamtök.