Hollvinir AFS eru hópur sjálfboðaliða, fyrrum skiptinema og velunnara AFS á Íslandi sem hafa mikla trú á starfsemi samtakanna og vilja veita fjölbreyttum hóp tækifæri á að taka þátt í starfsemi þeirra. Með þetta í leiðarljósi veita Hollvinir AFS styrki til skiptináms ár hvert. Tilgangur Hollvina er að styrkja nemendur og fjölskyldur til þátttöku í nemendaskiptum AFS, styrkja rannsóknir á samskiptum fólks af ólíkum menningaruppruna, svo og verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að nemendaskiptum og auka menningarskilning fólks af ólíkum menningaruppruna. Hollvinir AFS hafa veitt slíka styrki frá stofnun sjóðsins 2013.

Nú telst til þeirra tíðinda að stefnubreyting hefur tekið gildi á fjármagni og úthlutun sjóðsins. Á stjórnarfundi Hollvina AFS í byrjun árs var ákvörðun tekin um að auka styrkveitingu í skiptinám töluvert. Samhliða þessu verður nýtt umsóknarviðmót tekið í gildi. Við erum virkilega ánægð með þessi frábæru tíðindi.

Það er okkur því sönn ánægja að tilkynna að nú er hægt að sækja um styrk í skiptinám til eftirfarandi landa:
Ársdvöl – Austurríki, Brasilía, Frakkland, Ítalía, Kosta Ríka, Noregur, Portúgal, Síle, Spánn, Sviss, Þýskaland.
Hálfsársdvöl – Argentína, Brasilía, Ítalía, Kosta Ríka.

Næsti umsóknarfrestur er 20. febrúar 2021.

Einnig er hægt er að lesa meira um Hollvini og þá styrki sem eru í boði hér.

Við hvetjum alla sem langar að fara í skiptinám til að kynna sér málið.
Fyrir alla aðra: Deildu þessu með þeim ungmennum í þínu lífi sem gætu nýtt sér þetta frábæra tækifæri!