Stjórn AFS hittist síðastliðin laugardag 18. janúar og hélt fyrsta vinnufund stjórnarársins. Vinnufundir eru góð leið til þess að kafa betur ofan í málefnin. Fundurinn var haldinn í Skipholtinu og hóparnir unnu að forvarnarstefnu og fjármálasýn.

Núverandi stjórn tók við taumunum í október og vinnur að stefnu samtakanna ásamt því auðvitað að tækla hin fjölmörgu málefni sem koma upp innan starfsins. Mikill fókus er á sjálfboðaliðastarf og markaðsstöðu samtakanna sem og oft áður.

Haldnir verða 3 vinnufundir á stjórnartíðinni í bland við hefðbundna stöðufundi og auðvitað Landsfund. Í Aðalstjórn AFS sitja sjálfboðaliðar, sem allir þekkja samtökin vel, undir stjórn Halldóru Guðmundsdóttur sem leiðir nú sitt þriðja stjórnarár.

Texti og mynd: Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi