Eins og heimsbyggðin hefur tekið eftir dreifir COVID-19 veiran sér nú hratt um heiminn.

Á Alþjóðaskrifstofu samtakanna í New York starfar öryggis- og áhættuteymi samtakann sem fylgist grannt með málum. AFS í hverju landi fyrir sig gerir svo einnig ráðstafanir sem í flestum tilfellum er það að fara eftir fyrirmælum stjórnvalda og WHO.

Öryggi nema okkar er ávallt númer 1,2 og 3 og hefur AFS yfir 100 ára reynslu í nemendaskiptum á heimsvísu og yfir 60 ára reynslu hér á Íslandi.

AFS skrifstofur í hverju landi fyrir sig munu senda leiðbeiningar og vera í opnum og góðum samskiptum við nema og fósturfjölskyldur á hverju svæði fyrir sig.

Ekki hika við það að hafa samband við AFS á Íslandi ef þið hafið spurningar

Sólveig Ása Tryggvadóttir, famkvæmdarstjóri AFS á Íslandi