AFS eftir COVID 


Hvað gerist núna?
AFS stefnir á að taka á móti og senda takmarkaðan hóp nema núna í haust. Við munum vinna að lausnum fyrir þennan hóp nema sem fara utan seinna í haust til þess að láta skiptinemadrauminn verða að veruleika. Fyrir þá skiptinema sem hafa tök á að fara seinna færum við á brottför 2021. 

Öryggi og áhætta
Alþjóðanet AFS metur nú stöðuna í hverju landi fyrir sig. Í sumum löndum verður seinkun á komu og mögulega verður ekki hægt að bjóða upp á skiptinám í öllum samstarfslöndum vegna efnahagsáhrifa til dæmis. Öryggi nema okkar verður áfram forgangsatriði. Þar sem erfitt er að spá til um framtíðina eins og staðan er í heiminum í dag verðum við að meta stöðuna mjög reglulega og taka ákvarðanir eftir áhættumati. 

Vandað, öruggt og innihaldsríkt skiptinám
AFS hefur í nokkurn tíma unnið að betrumbætingu AFS skiptináms til að stuðla enn frekar að því að allir nemar fái vandað, öruggt og jafnvel enn innihaldsríkara skiptinám en áður. Útkoma þessarar vinnu verður útfærð í fullri mynd nú í ár og mun halda áfram að þróast á komandi árum. Með þessu vill AFS stuðla að því að þátttakendur fái ekki aðeins frábært skiptinám, heldur mennta samtímis næstu kynslóð leiðtoga til að stuðla að markmiði AFS um aukið menningarlæsi og borgaravirkni á heimsvísu.

Innihalds- og áhrifaríkara skiptinám með AFS felur meðal annars í sér áherslu á að aðstoða skiptinema við að mæla og koma orði á þann djúpstæða persónulega vöxt sem þeir upplifa í náminu, veita þeim tæki og tól til að öðlast aukna færni um félagsleg áhrif og innræta í þeim aukið sjálfstraust til að gerast leiðtogar og hafa áhrif í sínu nærumhverfi og í heiminum öllum. Með þessu snúa skiptinemar heim með aukinn áhuga og drifkraft til að hafa áhrif í nær- og fjærsamfélagi sínu, sem og hæfni til að láta að því verða.

Til að gera þetta að veruleika er AFS m.a. að útbúa þriggja vikna námskeið sem nemar taka þátt í fyrir brottför. Námskeiðið er bæði á netinu og í persónu og leitast er við að auka skilning þátttakenda á námsefninu sem þau munu svo halda áfram að vinna að í skiptináminu sjálfu. Þetta gera þau með stuðningi AFS sjálfboðaliða og starfsfólks. Þetta er unnið í samvinnu við University of Pennsylvania í Bandaríkjunum sem AFS er í góðu samstarfi við.

Skuldbinding AFS
AFS hefur yfir 70 ára reynslu af skiptinámi og hefur markmiðið alltaf snúið að því að byggja brýr samskipta á milli menningarheima. Með fjórðu iðnbyltingunni hefur skilningur á mikilvægi þessarar færni færst í aukana. Við finnum fyrir meiri áhuga á óformlegu menntuninni sem skiptinám felur í sér. 

Þar sem að senda þurfti alla skiptinema heim nýverið vegna COVID vinnum við að því að finna nýjar leiðir til þess að vinna með sjálfboðaliðum okkar að hugsjónum samtakanna. Við höfum þurft að aðlaga okkur hratt eins og margir aðrir og höfum mælt okkur mót á netinu fyrir almennt spjall sem og þjálfanir.   

Við tökum því hlutverki okkar að mennta virka alheimsborgara mjög alvarlega. Á tímum sem þessum teljum við menningarlæsi mikilvægara sem aldrei fyrr, þegar stór vandamál eru leyst með samvinnu þjóða og á milli mismunandi menningarheima. Þess vegna er okkur umhugað um að geta boðið upp á vandað og öruggt skiptinám fyrir alla sem láta sig alheimsmálin varða og vilja taka virkan þátt í því að búa að betri heim. 

Takk sjálfboðaliðar  

Nú eru allir erlendir skiptinemar farnir heim frá Íslandi og nokkuð síðan allir nemar komu heim sem voru úti. Það er búið að vera yndislegt að vinna með sjálfboðaliðum samtakanna um allt land til að láta þetta ganga sem best. Viljum við þakka sjálfboðaliðum samtakanna sérstaklega fyrir þá miklu vinnu sem þau hafa lagt af hendi í þessu erfiða verkefni. Þó óvíst sé með hvaða sniðið sjálfboðaliðastarf verður á næstunni erum við viss um mikilvægi þess og við hlökkum til að byggja það upp í sameiningu. 

Online trainings 

In the upcoming months we will be offering online trainings within three tracks. The sessions will take place weekly at 8pm on Mondays, with the first session at May 18th! After each track there is a break of one week. You can also follow a single session without all sessions within the track.

1: AFS basics (May)
          > AFS as an organization
          > How to be an AFS volunteer
2: AFS Skills (June)
          > Communication styles
          > Debriefing
          > DIVE
          > Coordination / leadership
3: Let’s go big! (July)
          > Power and privilege
          > How to create change?
          > How to embed Global Citizenship Education in our programs?

You can sign up for the sessions now through the link!
https://forms.gle/okT4cwy4UAGAEt189 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AFS Iceland (@afsiceland) on

Tækifæri til að sækja um styrk fyrir nýju verkefni

Kæru sjálfboðaliðar, nú eru skrýtnir tímar og örðuvísi að vera AFS sjálfboðaliði. Við erum ennþá að skoða hvernig þetta verður allt hjá okkur.

Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í að búa til nýtt og spennandi þá er opið fyrir umsóknir til Council of Europe (CoE) vegna verkefni tengdum uppbyggingu eftir COVID-19.

Það eru ótal hugmyndir sem geta sprottið upp frá þessu og við leitum að sjálfboðaliðum sem eru til í að skoða þetta. Brainstorma um verkefni og skrifa umsókn. Frábært tækifæri til að taka þátt í einhverju nýju og öðlast helling af reynslu.

Skrifstofan er til í að aðstoða en hugmyndin er að verkefninu sé stýrt af sjálfboðaliðum.

Allar upplýsingar um styrkinn má finna hér.

Endilega skoðið þetta og verið svo í bandi við fráfarnadi fræslustjóra ([email protected]).