Aðalfundur samtakanna og ný aðalstjórn

 Um helgina var haldinn aðalfundur AFS þar sem félagar samtakanna mættu á netfund eins og tíðkast þessa dagana.

Halldóra Guðmundsdóttir (Doja) las skýrslu formanns þar sem hún fór í grófum dráttum yfir síðasta ár hennar í þessu embætti og hvernig stjórn hefur haft í nógu að snúast á árinu með öllum þeim áskorunum sem hafa komið upp í kjölfar Covid-19 og hefur heldur betur reynt á stjórnunar- og ákvörðunarhæfileika skrifstofu og stjórnar.

Sólveig Ása framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning síðasta árs og útkoma þess var í samræmi við upphaflega rekstraráætlun þó svo feikilega margt hafi gerst í millitíðinni með tilheyrandi kostnaði og tekjufalli. Félagið skipti um bókhaldsþjónustu og gerði samning við Pálsson & Co. sem lofar mjög góðu með reglulegri uppgjörum og einföldun ferla. Það gefur betri fjárhagslega yfirsýn sem er mjög mikilvægt, sérstaklega í því síbreytilega umhverfi sem við lifum við í dag..
Ársskýrslu og ársreikning er hægt að finna hér.

Það urðu breytingar á stjórn félagsins. Halldóra Guðmundsdóttir lét af störfum sem formaður og við því embætti tók Gunnar Einarsson sem hefur gegnt hlutverki gjaldkera stjórnar. Aðrir sem gengu úr stjórn voru Hugrún Arna Vigfúsdóttir, Natalía Lind Jóhannsdóttir (fulltrúi Reykjavíkurdeildar) og Ægir Jónas Jensson (fulltrúi Norðurlandsdeildar).
Þau sem gengu ný í stjórn eru Páll Wolfram, Jenný Lárentsínusdóttir, Díana Björk Friðriksdóttir (fulltrúi Norðurlandsdeildar) og Petrína Sif Benediktsdóttir (fulltrúi Reykjavíkurdeildar).
Stjórnarmeðlimir sem sitja áfram eru Aron Freyr Jóhannsson, Úlfur Atli Stefaníuson, Sólveig Vilhjálmsdóttir og Alondra Silva Munoz.

Önnur mál komu ekki upp á fundinum en nýr formaður þakkaði fyrir sig, óskaði nýrri stjórn til hamingju og lýsti yfir ánægju með hvernig hefur tekist að manna í stað þeirra sem yfirgáfu stjórn. Framundan verður áhugavert ár með miklum áskorunum en einnig sóknarfærum sem verður mikilvægt að grípa þegar þau sýna sig.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AFS Iceland (@afsiceland) on

Natalíuskipti – ESC sjálfboðaliðar

Hún Natalie frá Tékklandi kom til okkar í byrjun september en hún mun vera sjálfboðaliði á skrifstofu AFS í eitt ár. Natalie kemur í gegnum styrkjáætlunina European Solidarity Corps sem Rannís heldur utan um. Natalie hefur reynslu sem sjálfboðaliði og hefur unnið markvisst að uppbyggingu deilda í Tékklandi og verið þjálfari á PEACE. Natalie er þegar byrjuð á nokkrum verkefnum og aðstoðaði AFS t.d. við 6 vikna námskeið erlendra skiptinema sem og að skipuleggja íslenskukennslu fyrir hópinn. Natalie er skörp og hörkudugleg og hlakkar okkur mikið til að kynnast henni betur og nýta krafta hennar innan samtakanna.
Ef þú vilt kynnast Natáliu hvet ég þig til að lesa bloggfærsluna hennar hér.

Að sama skapi hélt Natalía, fyrrum formaður Reykjavíkurdeildar og sjálfboðaliði AFS til margra ára, til Brussel í byrjun september. Hún verður sjálfboðaliði á skrifstofu EFIL, regnhlífarsamtaka AFS í Evrópu, næsta árið. Natalía mun sinna ýmsum verkefnum hjá EFIL, en hennar stærsta verkefni verður Sumarmót sjálfboðaliða sumarið 2021, eða VSS eins og það er betur þekkt sem. Starfsnám Natalíu hjá EFIL er jafnframt styrkt af European Solidarity Corps.

Fósturfjölskyldufundur

Mánudaginn 28. september var haldinn fósturfjölskyldufundur á netinu. Ákveðið var að vera með Zoom netfund til að ná til fleiri fjölskyldna enda flestar fósturfjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig er einfaldlega orðið erfiðara að skipuleggja og halda fundi í persónu á tímum Covid. Jónína Kristín stjórnaði fundinum en hún hefur áratuga reynslu innan samtakanna sem fyrrverandi skiptinemi, fósturfjölskylda, tengiliður, setið í aðalstjón og haldið uppi Vesturlandsdeild til margra ára. Með þessa miklu reynslu þótti okkur frábært að fá hana í lið með okkur. Það var afar góð mæting og gaman að geta heyrt í fjölskyldunum okkar. Farið var yfir nokkrar slæður og svo tekið spjall eftir það. Þær fréttir sem helst stóðu upp úr var hversu flottir þessi hópur skiptinema er og hvað þau eru standa sig vel miðað við skerta skólasókn og klárlega minni félagsleg tengsl. Fósturfjölskyldur okkar eiga líka mikið hrós skilið fyrir að treysta sér í þessa vegferð þegar svona mikil óvissa er til staðar í samfélaginu okkar sökum Covid-19 og það verður að segjast að það er erfitt að koma þakklæti okkar nægilega í orð.

(Online) 6 week camp

The six week camp took place on the weekend of 3. and 4. October. This year we unfortunately had to decide at the last minute to move the camp online. Volunteers had worked hard and set up a great schedule with four 2-hour sessions over the weekend. The sessions included the themes: Teambuilding, Reflecting, Adapting and Looking forward. Even though we had to move the orientation online, we still had a great weekend. And hopefully we can meet with the participants soon in person when the Covid situation gets better.

Great thanks to all the volunteers who helped out during this event!

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AFS Iceland (@afsiceland) on

Online Icelandic lessons coming up

This year has been a challenge for the students since the very beginning. Covid is changing all the plans and prepared activities. We have decided to give the students something to do together at least through zoom. We will start online Icelandic classes on Monday 26th October at 18:00 and will repeat every Monday at the same time until the 7th of December.

Both volunteers and students are very excited about it. We hope that the students will get some new interesting information and also that they will have fun. If you still are interested in helping to create one of the sessions you are more than welcome to send an email to [email protected]. If you have other ideas for online activities for our participants, you are more welcome to let us know, and we will support you in organizing it.

Next to the participant sessions we are planning to make some online events for the volunteers. Stay tuned for more!