Írland er land tákna og goðsagna, frá hinum heilaga fjögralaufasmára (iris éire) til búálfa (leprechaun), og svo ekki sé gleymt að minnast á hörpu Brian Boru – þjóðartákni írska lýðveldisins! Það er því ekki aðeins vegna grænna túna sem liggja um landið allt sem Írland fær gælunafnið „græna eyjan“, heldur einnig vegna þjóðsagna um hinn heilaga fjögralaufasmára, en þjóðtrú og töfrandi goðsagnir einkenna írskan menningararf.
Írland býr yfir heillandi og fjölbreyttu landslagi. Grænar breiður þekja stóran hluta landsins og einkennist strandlengjan af áhrifum Atlantshafsins með bröttum klettum, hellum og fallegum sandströndum. Byggðarlög eru allt frá líflegum stórborgum líkt og Dublin og Cork niður í falleg sjávarþorp.
AFS starfrækir skiptinám á Írlandi í samstarfi við írsku félagasamtökin EIL sem starfa náið með AFS á alþjóðavísu. Ólíkt öðrum AFS samstarfslöndum fá fósturfjölskyldur á Írlandi endurgreiddan kostnað hýsingar. Prógrömm á Írlandi eru að öðru leyti sambærileg öðrum AFS prógrömmum og standast þau alla staðla og gæðakröfur AFS. Nánari upplýsingar um EIL.