Írland er land tákna og goðsagna, frá hinum heilaga fjögralaufasmára (iris éire) til búálfa (leprechaun), og svo ekki sé gleymt að minnast á hörpu Brian Boru – þjóðartákni írska lýðveldisins! Það er því ekki aðeins vegna grænna túna sem liggja um landið allt sem Írland fær gælunafnið „græna eyjan“, heldur einnig vegna þjóðsagna um hinn heilaga fjögralaufasmára, en þjóðtrú og töfrandi goðsagnir einkenna írskan menningararf.

Írland býr yfir heillandi og fjölbreyttu landslagi. Grænar breiður þekja stóran hluta landsins og einkennist strandlengjan af áhrifum Atlantshafsins með bröttum klettum, hellum og fallegum sandströndum. Byggðarlög eru allt frá líflegum stórborgum líkt og Dublin og Cork niður í falleg sjávarþorp.

AFS starfrækir skiptinám á Írlandi í samstarfi við írsku félagasamtökin EIL sem starfa náið með AFS á alþjóðavísu. Ólíkt öðrum AFS samstarfslöndum fá fósturfjölskyldur á Írlandi endurgreiddan kostnað hýsingar. Prógrömm á Írlandi eru að öðru leyti sambærileg öðrum AFS prógrömmum og standast þau alla staðla og gæðakröfur AFS. Nánari upplýsingar um EIL.

Fólk og samfélag

Írar eru almennt þekktir sem hamingjusamt fólk og kunna þeir sannarlega að hafa gaman af lífinu og skemmta sér. Ungir sem aldnir nýta frítímann gjarnan í útiveru og njóta náttúrunnar.

family-hand-1636615_960_720
ireland-school

Skóli

Skiptinemar á Írlandi ganga í almenningsskóla, en algengt er að skólar séu kynjaskiptir. Í flestum skólum ganga nemar í skólabúning. Hefðbundinn skóladagur byrjar kl. 9:15 og endar kl. 15:45. Algengt er að skólar bjóði upp á fjölbreytt félagslíf og taka flest írsk ungmenni þátt í því. Þú getur því æft ýmsar íþróttir, tekið þátt í leiklistarhóp, listum, ræðumennsku o.fl.

Tungumál

Fyrsta opinbera tungumál Írlands er írsl gelíska (gaelic) og annað tungumál enska. Það er þó áætlað að aðeins 38% landsmanna tali gelísku og aðeins um 350,000 manns tala hana reglulega. Meirihluti Íra tala því ensku frá degi til dags og dvelja skiptinemar alltaf hjá enskumælandi fjölskyldum.

ireland-tungumál
ireland-food

Matur

Írskt mataræði byggir að mestu leyti á grænmeti, kartöflum og kjöti. Matur er mikilvægur hluti af hátíðarhöldum hjá írskum fjölskyldum og munt þú því fá að upplifa skemmtilega matarmenningu í kringum mikilvægar hátítið s.s. jólin, páskana og St. Patrick’s Day.

Skoða skiptinám í Írland