Kanada býr yfir mikilli fegurð og fjölbreyttu landslagi enda annað stærsta land í heimi. Kanada menn eru sérstaklega þekktir fyrir gestrisni og kurteisi. Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska en skiptinemar sem fara til Kanada fara til frönskumælandi hlutans. Kanada er staður fyrir náttúrunnendur en það sem gerir náttúruna í Kanada áhugaverða eru árstíðirnar og hvernig þær breyta umhverfinu algjörlega. Að upplifa kanadískan vetur er ótrúlegt og þar eru mjög margar vetrarafþreyingar í  boði eins og að fara á skauta,  skíði eða stunda ísveiðar.

Kanadísk ungmenni eru dugleg að sinna ýmsum áhugamálum, t.d. íþróttum, músík og leiklist. Einnig er algengt að ungmenni vinni með skóla, t.d. við að passa börn eða í verslunum.

Canada_DennisJarvis

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja yfirleitt í minni bæjum eða jafnvel sveit. Kanadískar fjölskyldur eru margar fjölbreyttar að uppruna og gerð. Alla jafna deila foreldrar verkefnum sín á milli og ungmenni aðstoða oft við heimilisverk og matargerð. Samgöngur eru misgóðar og því þurfa fjölskyldur oft að skipuleggja ferðir sínar í sameiningu svo að allir komist til sinna erinda.

Skoða skiptinám í Kanada