Mexíkóar búa að rótgróinni hefð sem birtist í þjóðsögnum, listrænni tjáningu og fjölbreytilegri menningu þeirra, enda afkomendur Asteka og Maya.  Þetta víðfeðma land eyðimarka, frumskóga, fjalla og stranda býður einnig upp á athyglisverða nútímabyggingarlist. Ekki missa af tækifærinu til að fylgjast með líflegum samskiptum á bæjartorgum þar sem matar- og handverksmarkaðir skipa stóran sess.

Mexíkóskir unglingar láta sér annt um fjölskylduna, skólann og íþróttir. Þeir fara líka í bæinn með vinum sínum, í bíó, út að dansa og skemmta sér.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja víða í landinu, í þétt- og dreifbýli. Fjölskyldur eru miðja félagslífsins fyrir marga. Ekki er óalgengt að margar kynslóðir búi saman. Foreldrum er almennt mjög umhugað um öryggi barnanna sinna og það sama gildir um skiptinemana.

A video posted by @honeysinski on Sep 11, 2016 at 8:03pm PDT

De repente, me acordé de ustedes. mis favoritas! ❤ #laschicasfavoritas #songeniales #myexchangeyear

A photo posted by Meutia Afifah (@meutiaafifah) on Jul 31, 2016 at 6:20am PDT

Skóli

Við bjóðum upp á skiptinám í háskóla í Mexíkó og því er Mexíkó einungis í boði fyrir nema á aldrinum 18-20 ára

Tungumál

Í Mexíkó er töluð spænska. Gott er að hafa grunnfærni í spænsku og ensku áður en haldið er í skiptinám þangað.

Seguimos haciendo fiesta???? #fiesta#vela27#ixtepec#miaño#afseffect?

A photo posted by Ilaria Bonaglia (@ilaria_bonaglia) on Sep 28, 2016 at 9:51am PDT

Día 290, 05/06/16 Still remember that dish ? #MiViajeAFS #México #love #mariscos #food #comida #seafood #playa

A photo posted by Luigi Ranieri (@luigiranieritorres) on Jun 8, 2016 at 5:36am PDT

Matur

Mexíkanskur matur er fjölsbreyttur, bragðmikill og stundum vel sterkur. Tortijur, rís, baunir, taco og „quesadillas“ eru vinsælar hjá heimamönnum.

Skoða skiptinám í Mexíkó