Pólland býr að auðugum menningararfi og þar eru fjölmargir staðir sem eru á heimsminjaskrá UNESCO sem gaman er að kynna sér. Landslagið er sérlega fallegt, ekki síst Karpatafjöllin, ströndin við Eystrasaltið og fljótið Vistula. Þú mátt ekki gleyma að smakka þjóðarréttinn pierogis og fara í könnunarleiðangur um hellulögð stræti pólsku smábæjanna.
Flest pólsk ungmenni lifa mjög virku félagslífi og stunda mikla útivist, til dæmis hjólreiðar, fjallgöngur, kanóróður og kajakróður á hinum fjölmörgu ám Póllands. Á sumrin fara margir í sveppaleit. Og mörgum finnst gaman að slaka á yfir spilum, til dæmis bridds.