Rússland er land mikilla andstæðna, bæði landfræðilega og menningarlega. Þar finnast fjöll, sléttur, skógar, steppur, vötn, ár og höf svo eitthvað sé nefnt. Rússland er ekki síður ríkt þegar kemur að sögu og hefðum, en menningararfleifð Rússa í listum og tónlist er einstaklega fjölbreytt.

Tómstundir og annað nám utan skóla skipa stóran sess í lífi flestra unglinga og má þar nefna nám í listgreinum eða tónlistarnám, tungumálanámskeið, sundþjálfun og líkamsrækt. Hjólabretti, hjólaskautar og hjólreiðar eru líka vinsælar dægrastyttingar.

 

Fólk og samfélag

Flestir skiptinemar fá heimili í vestur hluta landsins. Fjölskyldan er eins og víðast mikilvæg en amma (babushka) og afi (dedushka) skipa þar sérstakan sess.

A photo posted by AFS MOSCOW (@afsmoscow) on

Skóli

Flestir skiptinemar fara í almenna skóla og oft er mikil áhersla á nám í stærðfræði og vísindum. Skiptinemar fá yfirleitt aðlagaða námskrá og geta valið sér fleiri fög. Skólaárið er frá september fram í maí, með þremur styttri fríum.

Tungumál

Opinbera tungumálið er rússneska en einnig má finna yfir 100 tungumál minnihlutahópa. Enskukunnátta er mjög misjöfn og ekki víst að margir tali ensku í nærumhverfi skiptinema. AFS í Rússlandi býpur upp á yfirgripsmikið tungumálanám og er mikið í mun að hjálpa nemunum að læra tungumálið.

Matur

Heit máltíð þrisvar á dag er alvanalegt í Rússlandi. Súpa í hádeginu er aðall. Flestar máltíðir innihalda svínakjöt, kjúkling, kartöflur eða núðlur. Einnig er mikið um eftirrétti og ýmis konar sætabrauð. Ekki má gleyma pizzu og sushi á rússneskan máta!

Skoða skiptinám í Rússland