Í þessu prógrammi fara ungmenni á aldrinum 15-18 ára í skiptinám til Asíu, búa hjá fósturfjölskyldum, fara í menntaskóla og taka virkan þátt í samfélaginu á meðan þau læra hvað það þýðir að vera virkur borgari og hafa áhrif á samfélagið og sitt nærumhverfi.  Námið miðar að því að auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna og stuðla þannig að réttlátari og friðsamari heimi.  Á meðan á náminu stendur verða þáttakendur í PEACE prógramminu talsmenn friðar og vinna að sjálfstæðum verkefnum sem tengjast námsefninu.

Löndin sem hægt er að velja um eru Kína, Malasía, Tæland, Indland, Indónesía og Filippseyjar.

Nánar um námsefnið:

  • Í fyrra verkefninu fær nemandinn að velja sér viðfangsefni sem honum finnst skipta máli. Þetta geta verið viðfangsefni eins og umhverfismál, jafnrétti kynjanna, fátækt, flóttamenn o.s.frv. Áður en neminn leggur af stað í skiptinámið þarf hann að skila stuttri greinargerð um málefnið og stöðu þess á Íslandi. Þegar neminn kemur út í skiptinámið þarf hann að skila svipaðri greinargerð um stöðuna í viðkomandi landi.
  • Í seinna verkefninu verður verður nemendum gert kleift að að taka þátt í 10 klukkustunda samfélagsvinnu. AFS í viðkomandi landi sér um framkvæmdina í samstarfi við þarlend mannúðarsamtök og undirbýr nemendur.

Að þremur mánuðum liðnum ferðast svo allir PEACE skiptinemarnir til Kuala Lumpur í Malasíu á eitt allsherjar lokanámskeið. Þar verða nemendur leiddir í gegnum vinnustofur sem miða að þvi að ígrunda og læra af reynslunni sem þeir hafa öðlast í skiptináminu. Áhersla er lögð á að hjálpa skiptinemunum að halda áfram að byggja ofan á menntunina og stuðla að réttlátari og friðsamari heimi út ævina.