Þú þarft að vera fædd frá 26. ágúst 2006 til 23. ágúst 2009 fyrir vetrarbrottfarirnar og frá 26. janúar 2007 til 26. janúar 2009 fyrir haustbrottfarirnar
Ef þú hyggst sækja um að fara í ársdvölskiptinám til Síle næsta vetur, veturinn 2024, og vegabréfið þitt rennur út fyrir 8. júlí 2025, þá þarftu að fara að huga að því að endurnýja það hið fyrsta.
Ef þú hyggst sækja um að fara í ársdvölskiptinám til Síle næsta vetur, veturinn 2024, og vegabréfið þitt rennur út fyrir 18. desember 2025, þá þarftu að fara að huga að því að endurnýja það hið fyrsta.
Ekki er krafa um spænsku kunnáttu en grunnfærni er mjög gagnleg.
AFS í Síle getur ekki tekið við nemum með matarofnæmi.
Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför.
Kynntu þér kröfur vegna áritunar í skránni Áritunarkostnaður_verð. AFS á Íslandi aðstoðar nema við öflun áritunar en kostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjöldum.
Ef þú heldur að það gæti verið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir skiptinámið, vertu í sambandi og sendu okkur fyrirspurn á [email protected]