Síle tekur vel á móti gestum og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru, allt frá himinháum Andesfjöllunum til mörgæsalendanna í Patagóníu, með viðkomu í hinni sögufrægu borg Santíagó. Sílebúar eru af margbreytilegum uppruna og eiga flestir sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á list, sérstaklega bókmenntum. Frægasti rithöfundur Síle, Nóbelsskáldið Pablo Neruda, kallaði landið sitt „Heimavöll ljóðskáldanna“.

Unglingar í Síle hittast gjarnan heima hjá vinunum, fara í bíó, safnast saman á bæjartorgum, kíkja í partý og dansa, eða sitja og spjalla á hverfiskaffihúsunum. Þú getur líka tekið þátt í félagsstarfi á vegum skólans, svo sem íþróttum, tungumálaklúbbum, leiklistarstarfi eða raungreinaklúbbum.

 

Fjölskylda og samfélag

Flestar fjölskyldur búa í, eða við, borgir. Heimamenn leggja mikla áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar. Börn og ungmenni eiga að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og þeim sem eldri eru. Skiptinemar AFS þurfa ávallt að fá leyfi og samþykki fósturforeldra sinna áður en ákvarðanir eru teknar. Það er talin lágmarks kurteisi í Chile.

Skóli

Skólaárið er frá mars og fram í desember (alla virka daga frá 8 til 5). Skiptinemar AFS verða líklega í einkaskólum en þar er alltaf gerð krafa um skólabúninga. Á einni önn er ekki óalgengt að nemendur séu í 10 til 13 fögum. Í Chile er nær alltaf bekkjakerfi í skólunum.

A photo posted by @mindssqx on Sep 17, 2016 at 2:58pm PDT

Tungumál

Opinbert tungumál Chile er spænska, en nokkuð margir heimamenn hafa góð tök á ensku og jafnvel þýsku. Einhver grunnur í spænsku mun hjálpa skipinemum AFS við að aðlagast. AFS í Chile sér nemum fyrir tungumálakennslu fyrstu vikurnar.

Matur

í Chile borða flestir léttan morgunverð en svo er það hádegisverðurinn sem er stóra máltíð dagsins. Þá er gjarnan boðið upp á kjöt eða fisk með hrísgrjónum eða pasta. Síðdegis er algengt að fá sér te, kaffi og snarl. Á sumum heimilum tíðkast að borða kvöldmat seint á kvöldin.

While breakfast is usually very light, lunch is the main meal of the day in Chile. It can include meat (beef, lamb, pork or chicken) or fish with rice or pasta and vegetables, soups and salads. In the afternoon, enjoy an onces: tea or coffee with bread and butter or marmalade and pastry. Some families have a late dinner, which includes similar foods as lunch. A variety of fruits is available throughout the year.

Skoða skiptinám í Síle

CHI1

Skólaár í Síle

  • LandSíle
  • Lengd10 mánuðir eða lengri
  • Þátttökugjald2 450 000 kr.
  • Dagsetningar
    • feb 2024 - jan 2025
    • júl 2024 - jún 2025