Veldu prógram:

  • Asía
  • Evrópa
  • Norður-Ameríka
  • Rómanska Ameríka
AFS-0018-4

Upplifðu heiminn með öðrum augum

Vilt þú hýsa skiptinema?

Í ágúst 2023 eigum við von á um 24 erlendum skiptinemum til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í tíu mánuði.

Við uppfærum lýsingar á þeim skiptinemum sem von er á jafnóðum og við fáum umsóknirnar frá þeim.

Allar fjölskyldur geta verið AFS fjölskyldur og hýst nema frá öðrum menningarheimi. Ef þú hefur áhuga á að opna heimili þitt og hjarta þá er tækifærið núna.

Hittu nemana hér!

Sumarnámskeið 2023

Sumarnámskeið í Bretlandi þar sem þátttakendur öðlast betri færni í ensku og menningarlæsi ásamt því að kynnast hópi ungmenna frá öllum heimshornum.

Ekta breskur heimavistaskóli

Þátttakendur dvelja í 13 daga í ekta breskum heimavistaskóla í Sutton Valence, þar sem frábær aðstaða er til tónlistar-og íþróttaiðkunar. Á staðnum er innilaug,  dansstúdíó og tónlistahús. Ennfremur er frjálsíþróttavöllur og vellir til að stunda krikket, rúgbí, hokkí, fótbolta, tennis og lacrosse.

Þátttakendur á aldrinum 13-18 er skipt í tvær brottfarir:
17. júlí 29. júlí (13-16 ára)**
31. júlí – 12. ágúst (15-18 ára)*

Umsóknarfrestur er til 25. mars 2023

Sutton Valence
Ungmenni allstaðar af úr heiminum koma saman og læra ensku og skemmta sér saman.

Innifalinn er: flugkostnaður, fararstjóri**, fullt fæði í 13 daga, gisting í breskum heimavistarskóla í 13 nætur, tvær borgarferðir***, gagnvirkt tungumálanám í 4 klst á dag (alls 52 klst), 5 vinnustofur um menningarlæsi og alþjóðleg samskipti, fjölbreytt afþreying og fræðsla.

Þátttökugjöld eru: 
Yngri hópur**:  590.000 kr.
Eldri hópur: 540.000 kr.

**Þátttakendum í yngri hóp er fylgt í fluginu til og frá Bretlandi.

*Eldri hópur er sóttur á flugvöllinn í Bretlandi og fylgt að dvalarstað í Kent.

Frábær aðstaða og dagskrá.

Sækja um

Opnunartími síma AFS

Sími AFS skrifstofunnar er opinn frá 10-12 og 13-15 mánudag til fimmtudags. Einnig bendum við fólki á að senda tölvupóst á [email protected]

Kærar kveðjur
Starfsfólk AFS

Heimurinn bíður þín

,,Uppgötvaðu nýja menningu, lærðu nýtt tungumál. Myndaðu vinabönd við fólk allstaðar í heiminum, sem endast ævilangt. Þetta verður árið þegar þú fullorðnast og kynnist sjálfum þér betur – bæði styrkleikum þínum og veikleikum. Þú munt upplifa miklar og jákvæðar breytingar.“

Giulia Andar, ítalskur skiptinemi í Þýskalandi

Kynntu þér spennandi AFS-áfangastaði

Bjóddu nýjan fjölskyldumeðlim velkominn

Fósturfjölskyldur

Opnaðu heimilið fyrir framandi menningu og áhrifum með því að hjálpa erlendum skiptinema að láta drauma sína rætast. Lærðu um nýja menningu og veittu öðrum hlutdeild lífi og siðvenjum þinnar fjölskyldu.

Lesa meira

Sjáðu þinn veruleika með augum ungmennis frá öðru landi

„Að gerast fósturfjölskylda er í senn mjög krefjandi og ótrúlega skemmtilegt. Við fylgjumst með bláókunnugri manneskju verða mjög nákomna okkur og finnum að við verðum um leið mjög mikilvæg í hennar lífi. Það eru næstum tveir mánuðir síðan Mateo kom til okkar og hann hefur þegar skapað sér sinn sess innan fjölskyldunnar. Við kennum honum á lífið hér í Serbíu og lærum af honum um líf fólks á Sikiley. Þegar ættingjar okkar hringja til okkar spyrja þeir ekki fyrst af öllu „Hvernig hafið þið það?“ heldur vilja helst vita hvað Mateo hefur verið að gera nýverið.“

—Tijana Marjanovic, fóstursystir í Serbíu

Ég vil hýsa skiptinema

Langar þig að breyta heiminum?

Vertu sjálfboðaliði hjá AFS

Þroskaðu nýja hæfileika og veldu úr fjölda hlutverka og verkefna með sveigjanlegan tímaramma. Nýttu þér frábær sjálfboðaliðaprógrömm, þroskaðu leiðtogafærni þína og hjálpaðu öðrum að læra að búa saman í sátt og samlyndi.

Lesa meira

Virkni í samfélaginu og kynni við fólk alls staðar að úr heiminum

„Þegar ég gekk til liðs við AFS-sjálfboðastarfið gafst mér tækifæri til að tileinka mér nýja færni, svo sem teymisvinnu og að eiga samskipti við fólk með ólíkan bakgrunn. Sem AFS-sjálfboðaliði tek ég virkari þátt í samfélaginu og fæ að kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum. Með því að hjálpa nemendum, kennurum og fjölskyldum af stað á vegferð sinni til náms og þroska í menningarlæsi hef ég lært að meta mikilvægi heimsfriðar og skilnings þvert á menningarheima.“

—Marcela Vazquez, AFS sjálfboðaliði í Argentínu 

Vertu sjálfboðaliði hjá AFS

Kynntu þér nýstárlegar námsferðir okkar

AFS menntun

Kynntu þér hvernig AFS hjálpar fólki á öllum aldri og með margs konar bakgrunn að öðlast þekkingu, færni og skilning sem gerir því kleift að tengjast fólki af ýmsum uppruna, takast á við hnattrænt hagkerfi og stuðla að breytingum til hins betra um allan heim.

Lesa meira

Við eflum og hvetjum fólk til að gera heiminn betri

 Þú þarft ekki að leita lengi áður en þú rekst á AFS-ara sem vinnur mikilvægt starf á hverjum stað, innan fjölda iðngreina eða á mikilvægum sviðum.

Hvernig þjálfar AFS virka borgara?

Myndaðu tengsl við AFS-ara hvaðanæva að úr heiminum!

Við erum að fara yfir umsóknir skiptinemanna sem koma til okkar í ágúst 2023 og munum kynna þau hér fljólega.