Í ágúst 2023 eigum við von á um 24 erlendum skiptinemum til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í tíu mánuði.
Við uppfærum lýsingar á þeim skiptinemum sem von er á jafnóðum og við fáum umsóknirnar frá þeim.
Allar fjölskyldur geta verið AFS fjölskyldur og hýst nema frá öðrum menningarheimi. Ef þú hefur áhuga á að opna heimili þitt og hjarta þá er tækifærið núna.