Sími AFS skrifstofunnar er opinn frá 10-12 og 13-15 mánudag til fimmtudags. Einnig bendum við fólki á að senda tölvupóst á [email protected]
Kærar kveðjur
Starfsfólk AFS
Sími AFS skrifstofunnar er opinn frá 10-12 og 13-15 mánudag til fimmtudags. Einnig bendum við fólki á að senda tölvupóst á [email protected]
Kærar kveðjur
Starfsfólk AFS
Í ágúst 2021 eigum við von á um 24 erlendum skiptinemum til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í þrjá eða tíu mánuði.
Við uppfærum lýsingar á þeim skiptinemum sem von er á jafnóðum og við fáum umsóknirnar frá þeim.
Allar fjölskyldur geta verið AFS fjölskyldur og hýst nema frá öðrum menningarheimi. Ef þú hefur áhuga á að opna heimili þitt og hjarta þá er tækifærið núna.
AFS einsetur sér að gera ungmennum kleift að leita sér náms og þroska erlendis, óháð fjárhagsstöðu. Þess vegna vinnur AFS náið með Hollvinum AFS á Íslandi, sem hjálpa tilvonandi skiptinemum að fjármagna skiptinámið sitt.
,,Uppgötvaðu nýja menningu, lærðu nýtt tungumál. Myndaðu vinabönd við fólk allstaðar í heiminum, sem endast ævilangt. Þetta verður árið þegar þú fullorðnast og kynnist sjálfum þér betur – bæði styrkleikum þínum og veikleikum. Þú munt upplifa miklar og jákvæðar breytingar.“
—Giulia Andar, ítalskur skiptinemi í Þýskalandi
Opnaðu heimilið fyrir framandi menningu og áhrifum með því að hjálpa erlendum skiptinema að láta drauma sína rætast. Lærðu um nýja menningu og veittu öðrum hlutdeild lífi og siðvenjum þinnar fjölskyldu.
Þroskaðu nýja hæfileika og veldu úr fjölda hlutverka og verkefna með sveigjanlegan tímaramma. Nýttu þér frábær sjálfboðaliðaprógrömm, þroskaðu leiðtogafærni þína og hjálpaðu öðrum að læra að búa saman í sátt og samlyndi.
—Marcela Vazquez, AFS sjálfboðaliði í Argentínu
Kynntu þér hvernig AFS hjálpar fólki á öllum aldri og með margs konar bakgrunn að öðlast þekkingu, færni og skilning sem gerir því kleift að tengjast fólki af ýmsum uppruna, takast á við hnattrænt hagkerfi og stuðla að breytingum til hins betra um allan heim.