Hér í Skipholtinu er áherslan á vormánuðum ávallt á undirbúning sendra og hýstra nema. Starfsmenn í prógrömmum leggja kapp á að klára umsóknir og senda fyrir umsækjendur, og eins tilkynnum við hvaða nemum við eigum von á í haust.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna samtökin þennan veturinn og skólakynningar haldnar víða um land. Það hefur skilað sér í fleiri umsóknum og er von á að minnsta kosti 30% aukningu í sendingu. Sending hefur dregist verulega saman síðastliðin tvö ár og það er góð tilfinning að ná nú til fleiri ungmenna og senda út í prógrömm. Ennþá er mikil aðsókn erlendra nema hingað til lands og eru færri sem komast að en vilja. Við hýsum í ár svipað marga og síðasta vetur og höfum byrjað fósturfjölskylduöflun af krafti og þónokkrar fjölskyldur eru nú þegar paraðar við nema – aðallega utan höfuðborgarsvæðisins. Sem eru frábærar fréttir!

Það er þó augljóst mál að AFS á Íslandi þarf að aðlaga sig að breyttum veruleika og meiri samkeppni. Tækifæri ungs fólks eru mörg og landslagið breytt. Ungt fólk sækist í auknu mæli í að fara í styttri og intensívari prógrömm og fær námið svo jafnvel metið til eininga í menntaskólum.

Þetta breytta landslag finna félagar okkar á alþjóðavísu einnig fyrir. Mörg AFS lönd hafa að undanförnu sett púður í samskipti sín við skóla og ræktað menntasamtökin AFS. Með aukinni áherslu á menningarlæsi undanfarin ár hjá samtökunum ættum við að eiga heimagengt með þá fræðslu og þekkingu inn í skólasamfélagið. Skólasamfélagið og atvinnumarkaðurinn undirbýr 4ðu iðnbyltinguna og fræðimenn reyna að komast að því hvaða færni er mikilvæg komandi kynslóðum. Samskipti, sköpun, samvinna og gagnrýn hugsun er á vörum margra. Þetta er einmitt sú óformleg menntun sem AFS hefur þjálfað sína þátttakendur og sjálfboðaliða í. Þessvegna telur AFS á Íslandi sig eiga fyllilega upp á pallborðið í þessari umræðu. Gott dæmi um aukna þátttöku AFS í þessum málaflokki er til dæmis málþing AFS í Argentínu og Úragvæ um Alþjóðlega menntun sem haldið er í Buenos Aires í  þessum skrifuðu orðum. Málþingið er haldið annað árið í röð með 500 þátttakendum og þar af 300 sem ótengdir eru AFS samtökunum. Málþingið er unniði í samstarfi við stjórnvöld, félag Sameinuðu Þjóðanna og fleiri í höfuðborg Argentínu.

Stjórn AFS  ákvað nú eftir Landsfund samtakanna að fjárfesta í  tilraunaverkefni er kemur að skólamálum (e. Education and School Relations) sem keyrt verður í gang seinna á vormánuðum. Meira af því síðar.

Það er mikilvægt að deila nýrri þekkingu sem og almennt fréttum af samtökunnum til þeirra fjölda AFS félaga um allt land og sennilega allan heim. Við viljum minna á okkur út á við til allra félaga sem og til allra sem hafa áhuga á okkar málstað.

AFS hugmyndafræðin snýst nefnilega ekki einungis um það að senda og taka á móti skiptinemum heldur er hún miklu viðameiri. Hugmyndin um frið nær þó ekki langt ef ekki allir taka þátt. AFS samtökin búa yfir langri sögu og mikilli þekkingu á menningarmismun og samskiptum og eigum við að taka þátt í þarfri umræðu um nákvæmlega þessi málefni. Nú er því fullkomið tækifæri til þess að  nýta þann mannauð sem er innan samtakanna og prófa nýja hluti.

Ykkar,
Sólveig Ása,
framkvæmdarstjóri AFS á Íslandi