Fyrir rúmu ári síðan sótti ég um að taka þátt í vinnuhóp í Stefnumótun AFS (e. AFS-Co-creation). Stefnumótunin er fjármögnuð af Co-fund þar sem flestir félagar sambandsins lögðu sitt á vogarskálarnar til þess að þróa betra AFS. Stefnumótunarhóparnir verða 15 talsins og skiptast milli megináherslna í Stefnumótun AFS; prógrömm, skólamál, sjálfboðaliða, e. advocacy og rekstrarhagkvæmni (e. operational excellence). (Þetta eru einnig g hóparnir sem unnið er í fyrir stefnumótun AFS á Íslandi og ættu t.d. að vera velkunnugir þeim sem voru á Landsfundi í ár). Vinnuhópurinn sem ég sit í kallast “program portfolio” og vinnur að því að fara yfir öll þau prógrömm sem AFS netið býður upp á og koma með tillögur að því hvaða prógrömm er skynsamlegast að leggja áherslu á. Vinnuhópurinn samanstendur af starfsfólki og sjálfboðaliðum leiddur af AFS International. Búið er að skipa í 2/3 af hópunum en bráðum kemur kall í þriðja holl. Það er mjög gefandi að taka þátt í þessari vinnu. Kynnast International sem og öllu netinu. Vinnuhóparnir vinna auðvitað mikilvæga vinnu sem verður stefnumótandi fyrir alheims netið. Eykur persónulegan þroska og gefur þér reynslu í alþjóðavinnu. Verkefnahópar sem á eftir að velja í eru: Market Development, Hosting experience, Program negotiations og Upgrade AFS Digital Systems & Technology. Ef þú ert reyndur sjálfboðaliði og eitthvað verkefni vekur áhuga hvet ég þig til þess að sækja um.

Frá vinstri til hægri: Simone Caporali (ITA), Ana Paula Castro (BRA), Bert Vercamer (INT), Solveig Tryggvadottir (ISL), Efrem Fisher (INT), Derya Komitoglu (TUR), Kerri Dooley (USA), Juan Medici (ARG), Enrique Gimenez Velilla (PAR)

_________________________
Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri AFS á Íslandi