„Ég fór sem skiptinemi með AFS til Bandaríkjanna og var þar 1986-1987.

Mynd af mér haldandi á mynd úr skiptnáminu.

Ég var í Minnesota hjá dásamlegri fjölskyldu sem bjó út í sveit fyrir utan lítinn bæ. Fjölskyldan sem ég eignaðist var dásamleg og góð við mig, ég lærði margt á því að búa hjá nýrri fjölskyldu á framandi slóðum í heilt ár. Ég tengdist þeim sterkum böndum og hef haldið stöðugu sambandi við þau síðan og einnig við kennara og vini mína þar. Hef farið margar ferðir að heimsækja þau og „mamma og systur mínar” hafa komið í heimsókn til mín til Íslands. Ég var einstaklega heppin með fjölskyldu og vini, þótt mér hafi nú ekki þótt neitt beint spennandi upphaflega að enda í Minnesotafylki, hafði ímyndað mér meiri glamúr, sól og strönd, en ég fékk svo margt miklu betra en það; Fólkið mitt þar.

Árið mitt sem skiptinemi var góður tími til að móta mig sem táning og ég hef búið að alla tíð síðan. Ég hvet fólk til að gerast fósturfjölskyldur hafi þau ráð og tíma til að sinna einstaklingi frá ólíku menningarsvæði. Mín reynsla var sú að þetta var einstaklega gefandi jafnt fyrir mig sem og fósturfjölskyldu mína.

Það segir meira en mörg orð, að ég mun hvetja dóttur mína til að fara sem skiptinemi, á vegum AFS.”

_________________________
Linda Pétursdóttir, fyrrverandi skiptinemi í Minnesota, USA 1986-87

Viltu vita meira um hvað felst í að vera fósturfjölskylda? Kynntu þér málið á AFS.is
~~
#AFSfjölskyldur #FósturfjölskylduvikaAFS #AFSfamily #AFSeffect