Brasilía er fræg fyrir regnskóga, strendur og iðandi borgarlíf og brasilískt samfélag er byggt á blöndu af innfæddum og fólki af portúgölskum, evrópskum og afrískum uppruna. Brasilía er land hinnar heimsfrægu kjötkveðjuhátíðar, en auk hennar eru haldnar ótal smærri hátíðir í tilteknum hverfum, skrúðgöngur hlykkjast um göturnar og tónlistarlífið á sér engan líka í heiminum.

Ungmenni í Brasilíu heimsækja vinina um helgar en hittast líka oft á kaffihúsum og í miðbænum. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar hátíðir sem gaman er að heimsækja, þeirra á meðal kjötkveðjuhátíðina frægu. Ungt fólk fer oft á tungumálanámskeið eftir skóla hjá einkareknum tungumálastofnunum eða læra tónlist, myndlist eða dans. Fæstir skólanna bjóða upp á félagsstarf eftir skóla en hægt er að ganga í margs konar klúbba eða félagasamtök og vinna sjálfboðastarf, fræðast um samfélagið og eignast vini. Íþróttir eru gríðarlega vinsælar hjá báðum kynjum, ekki síst fótbolti.

 

Fólk

Brasilífólk er almennt opið og tilfinningaríkt.

Fjölskylda og samfélag

Skiptinemar dvelja víðs vegar um landið en oftast ekki í stærstu borgunum. Foreldrar passa mjög mikið upp á öryggi barna sinna og það er ekki gert ráð fyrir að nemar séu einir á ferli. Ætlast er til að ungmenni hjálpi til við heimilisstörfin.

A photo posted by Estefanía Chaile (@eschaile) on Mar 28, 2016 at 4:02pm PDT

Skóli

Skiptinemar fara annað hvort í opinbera eða einkaskóla. Yfirleitt er skóladagurinn annað hvort fyrri part dags eða seinni part. Sumir skólar gera kröfu um notkun „léttra“ skólabúninga eða líklegast gallabuxum og skólabol.

Tungumál

Portúgalska er opinbert tungumál Brasilíu en margir skilja líka ensku. AFS í Brasilíu útvegar tungumálaefni fyrir brottför og yfirleitt aðstoða sjálfboðaliðar skiptinema með tungumálanám eftir að út er komið.

❤️

A photo posted by Martina Denti (@martinadenti_) on Sep 20, 2016 at 12:44pm PDT

A photo posted by Barbara Miranda (@babsimi) on Feb 18, 2016 at 4:21am PST

Matur

Mealtime is family time in Brazil, and while breakfast is light, lunch and dinner are big meals with hearty portions. Brazilian food tends to be quite heavy, and it includes barbecued meat, African-influenced fish, chicken stews, white rice, beans, and farofa orfarinha (manioc flour). Meals are usually served with carne (beef) and a green and tomato salad. A variety of fruit and vegetables are available throughout the year.

Skoða skiptinám í Brasilía