Stóra-Bretland samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Opinbert heiti landsins er „Sameinað Konungdæmi Stóra-Bretlands og Norður-Írlands“.

Fótbolti í núverandi mynd er sagður eiga uppruna sinn í Englandi á tólftu öld. Íþróttin varð svo vinsæl á Englandi að konungar þess tíma Henry II og Henry IV löggðust gegn henni og bönnuðu hana í sinni valdatíð.

Tónlist hefur verið stór þáttur í sögu Bretlands í gegnum aldirnar og er enn í dag. Tónlist margra af þeirra frægustu tónlistarmönnum hefur sett mark sitt á og hefur haft áhrif á tónlistarstefnu um allan heim.

Leiklist er líka mjög ríkur þáttur í menningarlífi Stóra Bretlands og hefur verið það um aldirnar, enn í dag teljast leikarar sem koma úr þeirra röðum vera með þeim bestu í heiminum og eru eftirsóttir alls staðar. Þá á kvikmyndaiðnaðurinn einnig stóran sess í þessari sögu þeirra.

Skoða skiptinám í Stóra-Bretland